SÁS - Framhaldsnámskeið - Byrjar 15. maí

Ef þú hefur lokið Sigrumst á sykrinum námskeiði, þá er þetta fyrir þig!

Skrá mig

Námskeiðsupplýsingar

SÁS - Framhaldsnámskeið  - Ný dagsetning væntanleg

Framhald - Aðhald - Úthald!


Stundum vantar smá hjálp áfram og nú er ég loksins búin að hanna framhaldsnámskeið, sem getur hjálpað ykkur, lengra og hærra!


Þetta er fjögurra vikna námskeið sem fer fram í Facebook hópi.


Við hittumst þrisvar sinnum í beinni á Zoom.

10. apríl, 24. apríl og 8. maí.

Allt miðvikudagar, klukkan 20.00.

Fundirnir eru teknir upp og hægt að horfa hvenær sem er.


10. apríl og 24. apríl þá fáið þið fróðleik beint í æð.

Þriðji hittingurinn, 8. maí, snýst svo um spurningar, svör og spjall í lok námskeiðsins, þannig allir haldi áfram veginn vel gíraðir og fullir af visku.


Þess á milli set ég fróðleik inní hópinn, þið fáið nýjar hugmyndir af samsetningum á mat, slatta af uppskriftahugmyndum og einnig hvernig hægt er að innleiða betur nýja hugsun og venjur.

Svo auðvitað fullt af hvatningu og umhyggju.


Við rifjum upp gömul hugtök, eins og kolvetnakápu og frumufýlu og ég kynni ykkur fyrir nýju hugtaki – venjuviðbót!


Í stuttu máli:

  • þrír lifandi fundir á Zoom (fundirnir eru teknir upp og hægt að horfa hvenær sem er)
  • Fræðslumyndbönd
  • Pistlar
  • Uppskriftir og hugmyndir að samsetningu máltíða
  • Umræður og hvatning
  • Skemmtileg og einföld verkefni
  • Fullt af nýjum verkfærum til að láta þér líða vel


Ég hlakka mikið til að hitta ykkur aftur!

Ég ætla að stilla verðinu í mikið hóf svo sem flestir geti verið með.

Verð ðeins 12.900.- fyrir 4 vikur.

Takmarkaður fjöldi!







Meiri orka og úthald

Minni sykurlöngun

Minni streita

Betri lífsgæði

Taktu skrefið í átt að betri heilsu

Share by: