Almenn
námskeið
Hér að neðan má finna þau
námskeið sem eru í boði.
Tíu daga ofurstart
Með Ingu næringarþerapista og Gurrý þjálfara.
Ertu komin með nóg af lélegu mataræði og hreyfingarleysi?
Ertu tilbúin fyrir betri líðan?
Við höfum hannað 10 daga ofurstart sem kemur þér í gang og þú kemur ný manneskja út!
Þú færð:
- Æfingamyndband á hverjum degi þar sem þú æfir með Gurrý – einfaldar og árangursríkar æfingar sem þú getur gert heima eða í ræktinni.
- Einfalda og þægilega matseðla frá Ingu, sem samanstanda af hugmyndum fyrir morgunmat, hádegismat, kvöldmat og millimál.
- Nákvæmar leiðbeiningar um hvað er best að borða og hverju er gott að sleppa fyrir hámarks árangur í þessa 10 daga.
- Fullt af fræðslu um hvers vegna hreyfing er mikilvæg og hvað þú getur gert til að bæta henni inn í daglega rútínu.
- Allskonar fræðslu um mataræði, bætiefni og það sem skiptir máli til að koma líkama og sál í rétta gírinn.
Þú þarft að vera tilbúin í að:
- Æfa með Gurrý á hverjum degi í 10-15 mínútur
- Borða hreinan mat og úthugsaðar máltíðir með Ingu.
- Fara í 30 mínútna göngutúr á dag.
- Blanda þér einfalt orkuskot til að byrja alla daga vel og ýta undir meiri brennslu og jafnvægi.
Verð aðeins 6.900.-
Tíu daga ofurstart fer fram í lokuðum Facebook hópi, þar sem allar æfingar, matseðlar og fróðleikur kemur inn.
Ofurgleði - 21 dagur
21 dags Ofurgleði – framhald af ofurstarti.
Fyrir alla sem hafa verið með í Ofurstarti og langar í meira!
Taktu þetta áfram og njóttu þess að æfa og hugsa um mataræðið undir dyggri leiðsögn Ingu næringarþerapista og Gurrýjar þjálfara.
Þú færð:
💥 Æfingamyndband 6 daga vikunnar. Tvær 20-30 mínútna æfingar og fjórar 10 mínútna æfingar. Einn dag í viku er frí. Þú æfir með Gurrý – einfaldar og árangursríkar æfingar sem þú getur gert heima eða í ræktinni.
💥 Æfingaplan frá Gurrý sem þú getur notað heima eða í ræktinni.
💥 Einfalt nýtt matarplan frá Ingu, þar sem við höldum áfram á svipaðri braut og í 10 daga ofurstartinu.
💥 Nákvæmar leiðbeiningar um hvað er best að borða og hverju er gott að sleppa fyrir hámarks árangur í þennan 21 dag.
💥 Nýjar einfaldar uppskriftir.
💥 Fullt af fræðslu um hvers vegna hreyfing er mikilvæg og hvað þú getur gert til að bæta henni inn í daglega rútínu.
💥 Allskonar fræðslumyndbönd og pósta um mataræði, bætiefni, svefn, streitu. Það sem skiptir máli til að halda áfram að hugsa vel um líkama og sál.
Þú þarft að vera tilbúin í að:
💥 Æfa með Gurrý 6 daga vikunnar, 2x í 20-30 mínútur og 4x í uþb 10 mínútur.
💥 Borða hreinan mat og úthugsaðar máltíðir með Ingu, horfa á stutt fræðslumyndbönd og lesa stutta fræðslutexta.
💥 Fara í 30 mínútna göngutúr á dag.
💥 Blanda þér einfalt orkuskot til að taka fyrir máltíðir vel og ýta undir meiri brennslu og jafnvægi.
Gott væri að eiga:
💥 Litla miniband teygju*
💥 Lengri rauða gúmmíteygju*
💥 Eitt sett af handlóðum*
*Þú færð allar upplýsingar um þennan búnað í tölvupósti þegar þú hefur skráð þig.
Verð aðeins 12.900.-
21 dags Ofurgleði fer fram í lokuðum Facebook hópi, þar sem allar æfingar, matseðlar og fróðleikur kemur inn.
3 daga ofurhelgi
🌿Ofurhelgi – þrír dagar – netnámskeið🌿
Viltu hreinsa til á líkama og sál?
Jóga, slökun, hreint og endurræsandi mataræði – allt á einni Ofurhelgi.
Þú færð:
🌿 Jógatíma/myndband á hverjum degi þar sem Gurrý leiðir þig í gegnum einfaldar jógaæfingar, öndun og slökun
🌿Öndunaræfingu/myndband sem þú getur gert á kvöldin áður en þú ferð að sofa
🌿 Einfalda, hreinsandi og blóðsykursjafnandi matseðla frá Ingu, sem samanstanda af hugmyndum fyrir morgunmat, hádegismat, kvöldmat og millimál
🌿 Góðar og mjög einfaldar uppskriftir
🌿 Leiðbeiningar um hvaða fæðu þú sleppir í þessa daga og hvað er best að borða fyrir hreinsun og jafnvægi
🌿 Fræðslu frá Gurrý um um hvernig þú getur tileinkað þér slökun og jafnvægi í daglegu lífi
🌿 Fræðslu frá Ingu um hvernig þú getur hjálpað líkamanum að hreinsa sig og komast í gott jafnvægi með réttu mataræði
Þú þarft að vera tilbúin í að:
✨ Gera jógaæfingar með Gurrý á hverjum degi
✨ Fylgja hreinsandi og blóðsykursjafnandi mataræði fyrir meiri orku og vellíðan, með Ingu
✨ Fara í 30 mínútna göngutúr á dag
✨ Gera öndunaræfingu fyrir svefninn
✨Laga þér hreinsandi og bólgueiðandi heitan drykk á hverjum morgni
💫 Við leggjum áherslu á hreint og endurræsandi mataræði, sem er laust við helstu óþolsvalda 💫
💫 Mataræði sem styður við jafnvægi blóðsykurs, dregur úr sykurlöngun og eykur orkustig 💫
Verð aðeins 4.900.-
Þriggja daga Ofurhelgi fer fram í lokuðum Facebook hópi, þar sem jógaæfingar, öndunaræfing, matseðlar, uppskriftir og fróðleikur kemur inn.
Komdu þér í fitubrennsluform!
Dagsetning auglýst síðar
Ert þú að reyna að léttast og ekkert gengur?
Finnst þér þú borða rétt magn af hitaeiningum en samt gerist ekkert?
Það getur verið vegna þess að líkaminn þinn hefur dottið aðeins úr fitubrennsluformi.
Ég skal gefa þér ráð til þess að kippa því í lag!
Á þessum fræðslufundi kenni ég þér:
- Hvaða fæða ýtir undir gott fitubrennsluform og hver ekki
- Hvernig samsetning fæðunnar skiptir máli
- Hvernig kolvetnakápurnar virka til að koma fitubrennsluforminu í lag
- Hvenær dags er best að borða kolvetni til að hámarka fitubrennslu
- Hvernig streita og álag geta kippt þér úr fitubrennsluformi
- Hvernig meltingin getur haft áhrif
Ég sendi þér Zoom tengil í tölvupósti vel tímanlega, sem mun leiða þig inná ykkur á fundinn.
ATH! Fundurinn er ekki tekinn upp.