Almenn

                námskeið

                                             Hér að neðan má finna þau

                                             námskeið sem eru í boði.

Sigrumst á sykrinum -

Netnámskeið -

Hefst 14. maí.

Sigrumst á sykrinum - 4 vikna netnámskeið sem fer fram í Facebook hópi.

Á námskeiðinu hjálpa ég þér að losna við sykurlöngun fyrir fullt og allt.

Ég kenni þér hvernig hægt er að ölast góða blóðsykurstjórnun á einfaldan og árangursríkan hátt.


Þú lærir:

  • Hvernig er hægt að setja saman máltíðir á einfaldan en ákveðinn hátt, þannig að blóðsykurinn haldist jafn og sykurlöngun fari ekki úr böndunum.
  • Ég kynni fyrir þér nýyrðið "kolvetnakápa" sem er lykilinn að betri blóðsykurstjórnun.
  • Hvernig er hægt að vinna gegn streitu og álagi og ná betri svefni, þannig að líkaminn kalli ekki á sykur í stress og þreytukasti.
  • Hvernig er hægt að koma lagi á þarmaflóruna því hún hefur mikil áhrif á sykurlöngun ef hún er ekki í lagi.


Það sem við gerum á námskeiðunum:

  • Lifandi streymi – 45 mínútna fundir og fræðsla á   Zoom, alls fjögur skipti, alltaf á þriðjudagskvöldum  kl  20.00.

       Fundirnir eru teknir upp.

  •  Ég set fróðleik inn í Facebookhópinn daglega (einnig Zoom fundina, hægt að horfa á þegar hentar)
  • Fræðslumyndbönd
  • Pistlar
  • Umræður og hvatning
  • Skemmtileg og einföld verkefni í hverri viku
  • Alltaf hægt að spyrja að hverju sem er, líka í einkaskilaboðum.



Skrá mig
Hvenær

14. maí - 10. júní

Tegund

Netnámskeið sem fer fram í Facebook hópi

Verð

Kr. 18.900.-

Leiðbeinandi
Lifandi fundir á þriðjudögum kl 20.00

Lengd

4 vikur

Tegund

Netnámskeið sem fer fram í Facebokk hópi

Verð

12.900.-

Leiðbeinandi

SÁS - Framhaldsnámskeið - Hefst 15. maí


SÁS - Framhaldsnámskeið - Hefst 15. maí

Framhald - Aðhald - Úthald!

Stundum vantar smá hjálp áfram og nú er ég loksins búin að hanna framhaldsnámskeið, sem getur hjálpað ykkur, lengra og hærra!


Þetta er fjögurra vikna námskeið sem fer fram í Facebook hópi.


Við hittumst þrisvar sinnum í beinni á Zoom. 15. maí, 29. maí og 12. júní.

Allt miðvikudagar, klukkan 20.00.

Fundirnir eru teknir upp og hægt að horfa hvenær sem er.


15. maí og 29. maí, þá fáið þið fróðleik beint í æð.

Þriðji hittingurinn, 12. júní, snýst svo um spurningar, svör og spjall í lok námskeiðsins, þannig allir haldi áfram veginn vel gíraðir og fullir af visku.


Þess á milli set ég fróðleik inní hópinn, þið fáið nýjar hugmyndir af samsetningum á mat, slatta af uppskriftahugmyndum og einnig hvernig hægt er að innleiða betur nýja hugsun og venjur.

Svo auðvitað fullt af hvatningu og umhyggju.


Við rifjum upp gömul hugtök, eins og kolvetnakápu og frumufýlu og ég kynni ykkur fyrir nýju hugtaki – venjuviðbót!


Í stuttu máli:

  • þrír lifandi fundir á Zoom (fundirnir eru teknir upp og hægt að horfa hvenær sem er)
  • Fræðslumyndbönd
  • Pistlar
  • Uppskriftir og hugmyndir að samsetningu máltíða
  • Umræður og hvatning
  • Skemmtileg og einföld verkefni
  • Fullt af nýjum verkfærum til að láta þér líða vel


Ég hlakka mikið til að hitta ykkur aftur!

Ég ætla að stilla verðinu í mikið hóf svo sem flestir geti verið með.

Verð ðeins 12.900.- fyrir 4 vikur.





Skrá mig

Lengd

4 vikna námskeið

Tegund

Netnámskeið í Facebook hópi

Verð

24.900.-

Leiðbeinendur

Ofurkonur 40+

Með Ingu og Gurrý - hefst 16. maí

Vilt þú verða sterkari, kraftmeiri, orkumeiri, liðugri, auka fitubrennslu, líða betur andlega og eldast betur?

Þá er þetta netnámskeið fyrir þig - þetta verður ekki þægilegra!


Á þessu fjögurra vikna netnámskeiði færð þú:

  • Aðgang að lokuðum Facebook hóp, þar sem allar æfingar og fróðleikur kemur inn. Við setjum inn fróðleik, hvatningu og hagnýtar upplýsingar fyrir þig á hverjum einasta degi í formi myndbanda og pistla.


  • Fjóra lifandi Zoom fundi með Ingu næringarþerapista og Gurrý þjálfara, þar sem farið verður yfir æfingarnar, allt um mataræði, styrktarþjálfun, hvaða bætiefni gagnast og fleira. Fundirnir eru teknir upp og þú getur horft hvenær sem er, eða aftur og aftur ef þú vilt. Fundirnir eru fjögur fimmtudagskvöld klukkan 20.00 og sá fyrsti 16. maí.


  • Styrktarþjálfun með Gurrý sem hefur sett saman einfalt en áhrifaríkt æfingaplan sem allar geta fylgt. Þú getur æft á þeim tíma sem þér hentar, heima með lágmarks *búnaði, eða æft í þinni líkamsræktarstöð.


  • Tvær 40 mínútna æfingar á viku, með öruggum og einföldum æfingum, sem settar verða inn í Facebook hópinn. Allt verður á PDF skjali með myndböndum þar sem Gurrý leiðir þig áfram í gegnum æfingarnar. Alltaf nokkra möguleikar í boði fyrir hverja æfingu, þannig þú getur aðlagað þær að þinni getu og heilsufari.


  • Kennslu frá Ingu varðandi hvernig mataræði hentar þegar þú vilt byggja þig upp með styrktarþjálfun, hvernig þú borðar til að fá meiri orku, kraft og auka fitubrennslu. Einnig kennslu um hvernig þú getur reiknað út magn næringarefna í máltíðum (aðallega prótein) og aðstoð ef þú þarft.


  • Fræðslu um hvaða bætiefni virka fyrir þig og hvernig á að velja þau og taka þau inn.


  • Mikla hvatningu, aðhald, umhyggju og aðstoð. Það er alltaf í boði að spyrja spurninga, líka í einkaskilaboðum til Ingu og Gurrýjar.


*þú þarft helst að hafa aðgang að handlóðum, dýnu, æfingabekk og litlum teygjum( minibönd er til dæmis hægt að kaupa 3 saman í Sportvörum á góðu verði) einnig væri gott að hafa hjól eða bretti en það má líka nota stuttan göngutúr í upphitun en þarf ekki. Gurrý segir ykkur allt um þetta á fyrsta fundinum okkar.


Verð fyrir allan þennan fjögurra vikna pakka aðeins 24.900.-

ATH! Takmarkaður fjöldi.



Skrá mig

Lengd

45 mínútur

Tegund

Netnámskeið á Zoom

Verð

2.900.-

Leiðbeinandi

Komdu þér í fitubrennsluform!


24. apríl klukkan 20.00

Ert þú að reyna að léttast og ekkert gengur?

Finnst þér þú borða rétt magn af hitaeiningum en samt gerist ekkert?

Það getur verið vegna þess að líkaminn þinn hefur dottið aðeins úr fitubrennsluformi.

Ég skal gefa þér ráð til þess að kippa því í lag!


Á þessum fræðslufundi kenni ég þér:

  • Hvaða fæða ýtir undir gott fitubrennsluform og hver ekki
  • Hvernig samsetning fæðunnar skiptir máli
  • Hvernig kolvetnakápurnar virka til að koma fitubrennsluforminu í lag
  • Hvenær dags er best að borða kolvetni til að hámarka fitubrennslu
  • Hvernig streita og álag geta kippt þér úr fitubrennsluformi
  • Hvernig meltingin getur haft áhrif


Ég sendi þér Zoom tengil í tölvupósti vel tímanlega, sem mun leiða þig inná ykkur á fundinn.

ATH! Fundurinn er ekki tekinn upp.

Skrá mig



Share by: