Skilmálar

1.Almennt

Þessi vefsíða er í eigu og rekin af NærInga, kt 4404220470, Barutarholti 6, 105 Reykjavík, Íslandi. NærInga ehf. er skuldbundið og rekið skv. lögum og reglum íslenska ríkisins. Vinsamlegast lestu þessa notkunarskilmála vandlega áður en þú notar vefsíðu NærInga. Með notkun á þessari vefsíðu samþykkir þú að vera bundin/n af þessum skilmálum og til að fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglum. Ef þú samþykkir ekki þessa notkunarskilmála, önnur viðeigandi skjöl og takmarkanir sem þér eru gerðar grein fyrir á meðan þú notar þessa vefsíðu, þá er þér óheimilt og þú samþykkir að nota ekki að neinu leiti þessa vefsíðu.


2. Skilgreiningar

Til að nota „notkunarskilmála vefsíðu NærInga “: „Við“ og „okkar“ í öllum föllum á við og fjallar um fyrirtækið NærInga ehf. „Þú“ og „ykkar“ í öllum föllum á við um þann eða þá sem eru að nota þessa vefsíðu (einnig í gegnum þriðja aðila). „Vefsíða“ og „vefsíðan“ á við um þessa vefsíðu. „Notkunarskilmálar“ og „skilmálar“ eiga við „notkunarskilmála vefsíðu NærInga ehf.


3. Umfang þessara skilmála

Þessir skilmálar eiga aðeins við þessa vefsíðu, alla notkun á þessari vefsíðu og innri síðum þessarar vefsíðu.


4. Upplýsingavernd og kökur

Vefsíða NærInga ehf notar tól til að greina hvernig notendur nota síðuna. Greiningartólið notar „kökur“ sem eru textaskjöl sem er komið fyrir á tölvunni þinni til að safna nafnlausum upplýsingum um nethegðun og skrá upplýsingar um gesti vefsíðunnar. Upplýsingarnar sem kakan sendir um notkun þína á vefsíðunni (þar með talin IP-tala þín) er send til greiningartóla hjá þriðja aðila. Þessar upplýsingar eru síðan notaðar til að meta notkun gesta á síðunni og til að taka saman tölulegar upplýsingar um notkun vefsíðunnar til að sjá hvenær, hvaðan og hversu margir nota síðuna og hvort þeir hyggist nota hana, þ.e. kaupa eitthvað á henni, skrá sig á póstlistann o.s.frv. Hvorki við né greiningartól þriðja aðila munum nota upplýsingarnar til að safna persónulegum upplýsingum þeirra sem nota síðuna. Þjónustuaðilar munu ekki tengja IP-tölu við neinar aðrar upplýsingar þess sem á hana og notar síðuna. Hvorki NærInga ehf eða áðurnefndur þriðji aðili munu tengja IP-töluna við persónuupplýsingar notanda. Við munum aldrei tengja upplýsingar sem við söfnum við neinar persónugreinanlegar upplýsingar notanda. Allar upplýsingar sem eru settar inn á síðuna (s.s. tölvupóstfang, símanúmer o.s.frv.) munu aldrei verða seldar, dreifðar eða að öðru leyti deilt með þriðja aðila.

  • Frekari upplýsingar um HTTP kökur: en.wikipedia.org/wiki/HTTP_cookie
  • Frekari upplýsingar um persónugreinanlegar upplýsingar: en.wikipedia.org/wiki/Personally_identifiable_information

Ef þú hefur frekari spurningar varðandi greiningu þriðja aðila á upplýsingum vefsíðunnar, vinsamlegast hafið samband við inga@inga.is. Við tökum fram að við förum án undantekninga eftir lögum íslenska ríkisins, nr. 77/2000 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.


5. Hugverk

Allar upplýsingar, gögn og efni sem sett er fram á þessari vefsíðu, þar með talin (en takmarkast þó ekki við) nöfn, vörumerki, verð og uppsetning vefsíðunnar; er bundið höfundarrétti, vörumerkjavernd, vernd upplýsingabanka og öðrum reglum um vernd á hugverki. Þú mátt aðeins nota þessar upplýsingar og efni handa þér persónulega en ekki til að selja áfram eða í þeim tilgangi að hagnast á því sjálf/ur. Öll notkun á upplýsingum og efni án leyfis er óleyfileg og mun brjóta í bága við notkunarskilmála þessarar vefsíðu og mun brjóta í bága við lög um vernd á hugverki. Ef slík ólögleg notkun kemur upp þá áskiljum við okkur rétt til að hefja lögsókn eða á annan hátt verja okkur, án þess að tilkynna þér það sérstaklega fyrirfram.


6. Öryggi

Þú getur aðeins notað þessa vefsíðu fyrir þig persónulega og þú ert ábyrg/ur fyrir því að geyma með þér þær upplýsingar sem þú setur á vefsíðuna s.s. nafn, netfang, símanúmer eða persónulegar upplýsingar. Ef þú af einhverjum ástæðum telur að aðgangur þinn að vefsíðunni sé ekki lengur öruggur td. vegna þess að þú hefur týnt upplýsingunum, verið rænd/ur eða eitthvað annað hefur komið upp sem veldur því að þriðji aðili gæti haft aðgang að upplýsingum þínum, þá skaltu án tafar breyta þeim upplýsingum sem við á.


7. Breytingar á notkunarskilmálum þessarar vefsíðu

Við áskiljum okkur fullan rétt til að breyta þessum skilmálum hvenær sem er og slíkar breytingar munu gerast strax og við breytum þessum texta. Áframahaldandi notkun þín á síðunni og aðgangur er bundinn því að þú samþykkir þessa breyttu skilmála.


8. Hlekkir á aðrar vefsíður

Þessi vefsíða gæti innhaldið hlekki á aðrar vefsíður. Við stjórnum hvorki né getum breytt þeim upplýsingum, vörum og innihaldi slíkra síðna. Notkun þín á þessum síðum er á þína eigin ábyrgð.


9. Fyrirvari um ábyrgð

Upplýsingarnar og þjónustan sem birtist á þessari vefsíðu getur innifalið ónákvæmni, villur og úreltar upplýsingar. Við gefum okkur ekki að allar upplýsingar eigi við þig eða að þjónustan henti þér. Upplýsingarnar birtast eins og þær eru án ábyrgðar.

Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú að þú munir aldrei valda skaða beint eða óbeint vegna notkunar á vefsíðunni eða vegna innihalds hennar, þar með talið að upplýsingarnar hverfi, hvort heldur sem er vegna þess að þú brýtur þessa skilmála, skaðar (einnig með vanrækslu), skemmir vöruna (vefinn/innihald) eða á nokkurn annan hátt. Ofangreindur fyrirvari um ábyrgð nær þó aðeins til þess sem leyfilegt er skv. íslenskum lögum.


10. Bótakrafa

Það er skilyrði notkunar á vefsíðunni að þú samþykkir að bæta, verja og fría okkur ábyrgð gegn öllum kröfum, útgjöldum og skemmdum sem koma upp vegna notkunar þinnar á vefnum.


11. Ýmislegt

Ef við höfum gleymt að setja eitthvað hér inn í þessa skilmála sem við erum þó vernduð gegn vegna notkunar þinnar á vefnum skv. íslenskum lögum og reglum, þá höfum við þó ekki afsalað okkur rétti okkar gagnvart einum né neinum.

Ef einhver hluti þessara skilmála eru dæmdir ógildir eða óframkvæmanlegir þá mun sá hluti verða fjarlægður úr skilmálunum án þess að það breyti neinu um skilmálana að öðru leyti.


12. Gildandi lög, tungumál og lögsaga

Með því að nota þessa vefsíðu samþykkir þú þessa skilmála og aðgerðir sem verða vegna þeirra, komi upp einhver deilumál eða kröfur vegna eða tengd notkun á vefsíðunni. Öll deilumál munu verða afgreidd skv. íslenskum lögum og þú samþykkir það með notkun á síðunni. Hinsvegar munum við hefja lögsókn gegn hverjum þeim sem brýtur þessa notkunarskilmála á Íslandi eða hvar sem sá sem brýtur þá er.


13. Notendaupplýsingar

Notendanafn, lykilorð og aðrar samskiptaupplýsingar sem notandi kann að láta í té við stofnun áskriftar teljast til „aðgangsupplýsingar“ notanda. Notanda ber skýlaus skylda til að tryggja leynd notendanafns og lykilorðsins. Ef minnsti grunur er um að óviðkomandi aðili hafi komist yfir notendanafn og eða lykilorð skal notandi strax skipta um lykilorð og tilkynna til NærInga ehf, ef hann verður var við tilraunir til aðgangs frá óviðkomandi aðilum.


14. Uppsögn

Uppsögn á áskrift skal fara fram með þriggja mánaða fyrirvara en áskrift er þó ekki uppsegjanleg fyrstu 12 mánuði áskriftar. Uppsögn skal vera skrifleg í tölvupósti á inga@inga.is og afhent með sannanlegum hætti. Gildi uppsagnar miðast við fyrsta dag næsta almanaksmánaðar.


15. Varðveisla gagna við lok samnings

Í samræmi við lög um persónuvernd þá varðveitir NærInga ehf ekki gögn viðskiptavinar eftir að gildistíma samnings er lokið eða ef samningi hefur verið sagt upp af öðrum orsökum. Gögn eru afhent viðskiptavini og þeim síðan eytt í kerfum vefsíðu. Hvíli skylda á viðskiptavini að varðveita gögn á grundvelli ákvæða laga eða samninga, þá er það á ábyrgð viðskiptavina að varðveita slík gögn í samræmi við lög eftir að samningstíma lýkur.


16. Takmörkun ábyrgðar

Áskrifendur nota þær þjónustur sem í boði eru á á eigin ábyrgð. Vefsíða ábyrgist ekki að tiltekinn árangur náist af ráðgjöf og/eða námskeiðum.


NærInga ehf. áskilur sér rétt til rjúfa aðgang í tilvikum þar sem um nauðsynlegt viðhald á umhverfi er að ræða eða þegar uppfærsla á kerfum á sér stað. Leitast er við að þessi vinna eigi sé stað á þeim tíma sem það veldur viðskiptavinum sem minnstri röskun. Aldrei má búa til eða afhenta þriðja aðila stjórnunaraðgang (e. admin) að ,,mínu svæði" nema með skriflegu leyfi starfsmanns inga.is.


Skaðabótaábyrgð Inga.is er háð því að hann hafi sýnt af sér verulegt gáleysi eða gróf mistök við útfærslu samnings.


NærInga ehf ber ekki ábyrgð á afleiðingum sem rekja má til þess að ekki hafi verið hægt að sinna þjónustu vegna óviðráðanlegra eða ófyrirséðra orsaka (force majeure), t.d. eldsvoða, verkfalla, farsótta, náttúruhamfara, laga eða reglugerða eða önnur atvik sem ekki eru sök samningsaðila, eða í þeirra valdi að ráða við.


NærInga ehf ber í engu tilfelli ábyrgð á óbeinu eða afleiddu tjóni þar á meðal glötuðum ágóða, ráðgerðum sparnaði eða krafna þriðja aðila á hendur viðskiptavinar.


NærInga ehf ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að verða vegna gagnataps, né skaða sem rekja má til breytinga á veituspennu eða rafmagnstruflana eða annarra utanaðkomandi áfalla sem búnaðurinn kann að verða fyrir. Inga.is er ekki bótaskyldur vegna tjóns sem orsakast af vali viðskiptavinar á búnaði frá þriðja aðila eða tjóns sem er afleiðing rangrar notkunar hins síðarnefnda eða þriðja aðila á kerfinu, né vegna galla eða bilunar í hug- eða vélbúnaði. Vefsíða skal ekki bera ábyrgð á tjóni sem á sér stað á viðhaldstímabili og við venjuleg störf vefsíðu svo sem við afritun gagna og viðhald.


Kröfur um skaðabætur skal setja fram innan eins árs frá tjónsatburði.


17. Brot á notandaskilmálum

NærInga ehf er heimilt, hvernær sem er og án fyrirvara, að loka aðgangi aðila að hugbúnaðinum og eftir atvikum eyða honum verði áskrifandi uppvís að brotum á þessum skilmálum, misnoti kerfið eða hegði sér á þann hátt að augljóst er að viðkomandi getur ekki eða ætlar ekki að uppfylla ákvæði þessara skilmála. Tilkynning um lokun verður send á netfang áskrifanda.


18. Breytingar á skilmálum

NærInga ehf kann að breyta þessum skilmálum. Komi til breytinga verður notanda gefin(n) kostur á að samþykkja breytta skilmála. Samþykki fyrir uppfærðum skilmálum er skilyrði fyrir áframhaldandi notkun vefsins og þjónustu hans. Ef notandi kýs að samþykkja ekki breytta skilmála mun notandi ekki lengur geta skráð sig inn á vefsvæði hugbúnaðarins og verður áskrifanda þá gefin(n) kostur á að loka aðgangi umrædds notanda.


19. Upplýsingar varðandi þátttakendur á námskeiðum

Eftirfarandi upplýsingar koma fram við skráningu: Nafn, kennitala, heimili, sími, netfang, einnig, ef við á, er beðið um nafn umboðsmanns umsækjanda og símanúmer og netfang viðkomandi. Þessum upplýsingum er ekki miðlað til 3. aðila. Upplýsingar eru einungis nýttar með eftirfarandi hætti:

  • NærInga ehf. heldur utan um námskeiðasögu þeirra sem sótt hafa námskeið. Þær upplýsingar eru vistaðar í aðgangsstýrðu kerfi.
  • Bankaupplýsingum er safnað í tengslum við útgáfu reikninga og bókhaldskerfi.
  • NærInga ehf. afhendir ekki þriðja aðila upplýsingar um þá sem sækja þjónustu okkar nema þeir óski eftir því og samþykki. Einnig ef það er skylt samkvæmt lögum.


20. Áskriftir, uppsögn og annað

Gjaldskrá er að finna á vef félagsins og/eða verð hvers námskeiðs við skráningu á námskeið.
Námskeiðagjald er að öllu leyti innheimt við skráningu með sjálfvirkri skuldfærslu af kreditkorti eða af bankareikningi. Gjaldið er innheimt, óháð mætingu.
Sé skuldfært og takist skuldfærslan fyrir gjaldinu ekki, berst tölvupóstur til viðskiptavinar til áminningar. Rágjöf NærInga ehf áskilur sér rétt til verðbreytinga, þó aldrei eftir að skráningu á námskeið er lokið og þar til námskeiði lýkur.
Samningum og greiðslum varðandi þátttöku á námskeið er ekki hægt að segja upp og endurgreiðslur eru ekki mögulegar. Verði um alvarleg veikindi þáttakanda að ræða er hægt að skrá viðkomandi á næsta námskeið í stað þess sem veikindin komu í veg fyrir. Námskeiðagjöld eru ekki endurgreidd, óháð notkun.


Fjöldi daga frá greiðslu fram að námskeiði er misjafn en þó er ekki miðað við að það líði meira en 14 dagar frá greiðslu að námskeiðsbyrjun en að meðaltali ætti ekki að líða meira en 7 dagar frá móttöku greiðslu að námskeiðsbyrjun.



Lög og varnarþing

Um skilmála þessa, samninga og tilboð við viðskiptavini gilda íslensk lög. Sérhver ágreiningur sem ekki verður leystur með samkomulagi á milli aðila skal rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.




Skilmálar þessir gilda frá og með 01.01.2020.

Share by: