Hver er ég?

"Ég er næringarþerapisti og elska að hjálpa fólki að vinna með heilsuna sína.

Ég hef alla tíð verið hugfangin af því hve góð blóðsykurstjórnun er mikilvæg hverri einustu manneskju."

Ég hef því sérhæft mig í að leiðbeina fólki varðandi blóðsykurstjórnun og sykurlöngun, með það að markmiði að bæta líðan, heilsu og koma í veg fyrir þróun ýmissa bólgusjúkdóma, sem eru faraldur þessarar aldar.


Einnig hef ég gríðarlega góða þekkingu á bætiefnum og virkni þeirra og ég vil gjarnan fá að hjálpa fólki að velja þau vel fyrir sig. Við erum öll ólík og með mismunandi þarfir.


Titilinn næringarþerapisti öðlaðist ég eftir þriggja ára nám (2003-2006) við CET eða Center for Ernæring og Terapi í Kaupmannahöfn, en þar í landi er næringarþerapisti lögverndað starfsheiti.


Þetta nám er eitthvað það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig og það að fá að miðla og kenna er mín ástríða.

Í dag er ég dálítið á ferð og flugi og dvel nokkuð mikið í Bandaríkjunum.


Ég fylgist vel með því sem er að gerast í heimi Functional Medicine, sem er sú tegund lækninga sem einblínir á rót vandans en ekki bara á einkennin.

Næringarþerapía er einmitt afsprengi þessarar nálgunar læknisfræðinnar.


Ég er fædd árið 1968, er svona á miðjum aldri og bara í nokkuð góðu standi.

Ég elska útiveru og hreyfingu og reyni að næra mig eins vel og mér er unnt.

Markmiðið mitt er að eldast vel og geta haldið góðri orku og lífsgleði út ævina.



Share by: