Sigrumst á sykrinum - Hefst 14. maí

Á þessu fjögurra vikna netnámskeiði lærir þú hvernig þú getur sett máltíðir rétt saman, sem er lykillinn að minni sykurlöngun og betri blóðsykurstjórnun. Einnig hvernig streita og melting hefur áhrif á þetta allt saman.

Skoða námskeið

Námskeiðsupplýsingar

Sigrumst á sykrinum -  fjögurra vikna netnámskeið sem fer fram í Facebook hópi. Hefst 14. maí klukkan 20.00 með Zoom fundi.


Á námskeiðinu hjálpa ég þér að losna við sykurlöngun fyrir fullt og allt.

Ég kenni þér hvernig hægt er að ölast góða blóðsykurstjórnun á einfaldan og árangursríkan hátt.


Þú lærir:

  • Hvernig er hægt að setja saman máltíðir á einfaldan en ákveðinn hátt, þannig að blóðsykurinn haldist jafn og sykurlöngun fari ekki úr böndunum.
  • Að þetta er ekkert "sérstakt" matræði, engin boð og bönn og við vinnum að stærstu leiti með þá fæðu sem þú ert að borða nú þegar. Með smá tilfæringum.
  • Allt um nýyrðið "kolvetnakápa" sem er lykilinn að betri blóðsykurstjórnun.
  • Hvernig er hægt að vinna gegn streitu og álagi og ná betri svefni, þannig að líkaminn kalli ekki á sykur í stress og þreytukasti.
  • Hvernig er hægt að koma lagi á þarmaflóruna því hún hefur mikil áhrif á sykurlöngun ef hún er ekki í lagi.
  • Hvernig þú getur tileinkað þér þessa tækni fyrir alla framtíð, öðlast miklu betri heilsu, losnað við sykurlöngun og verið hress og orkumeiri út lífið.
  • Að þessi nálgun virkar í öllum aðstæðum, líka á stórhátíðum og í utanlandsferðum.


Það sem við gerum á námskeiðunum:

  • Lifandi streymi – 45 mínútna fundir og fræðsla á   Zoom, alls fjögur skipti, alltaf   á þriðjudagskvöldum kl  20.00. Fundirnir eru teknir upp.
  •  Ég set fróðleik inn í Facebookhópinn daglega (einnig Zoom fundina, hægt að   horfa á þegar hentar)
  • Fræðslumyndbönd
  • Pistlar
  • Umræður og hvatning
  • Skemmtileg og einföld verkefni í hverri viku
  • Alltaf hægt að spyrja að hverju sem er, líka í einkaskilaboðum.



Miklu minni sykurlöngun

Jafn blóðsykur, minni bólgur og verkir

Fundir í beinni

Daglegir póstar, umræður og hvatning

Taktu skrefið í átt að betri heilsu

Share by: